ÞJÓÐARHÖLL

Kynning á forvali vegna Þjóðarhallar föstudaginn 8. mars

Þjóðarhöll - Jón Arnór

Stjórn Þjóðarhallar ehf, ráðherrar og borgarstjóri kynntu í dag fyrir fjölmiðlum og og íþróttahreyfingunni opnun umsókna um þátttöku í samkeppnisútboði vegna hönnunar og byggingar Þjóðarhallar í laugardal.

Einar Þorsteinsson borgarstjóri, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra og Jón Arnór Stefánsson formaður stjórnar Þjóðarhallar kynntu formlega áætlanir um byggingu Þjóðarhallar fyrir fulltrúum íþróttahreyfingarinnar og fjölmiðlum.

Með þessari kynningu hefst formlegt ferli forvals sem endar með vali 3-4 teyma hönnuða og verktaka til þátttöku í samkeppni um lausnir fyrir Þjóðarhöll.

Samkeppnisútboð býður upp á leiðir til samstarfs milli þátttakenda og verkkaupa á samkeppnistíma sem ætlað er að tryggja sem best niðurstöðu samkeppninnar og að lausnir uppfylli þarfir verkkaupa sem best með tilliti til hönnunar, kostnaðar og rekstrar til framtíðar.

 

Categories

Samkeppnisútboð um hönnun og byggingu Þjóðarhallar í Laugardal

Scroll to Top