ÞJÓÐARHÖLL

Samkeppnisútboð um hönnun og byggingu Þjóðarhallar í Laugardal

Kynning

Þjóðarhöllin mun rísa í Laugardal í Reykjavík. Hlutverk Þjóðarhallar verði fjölnota mannvirki fyrir íþróttir, menningu, kennslu og viðburði sem uppfyllir kröfur um aðbúnað alþjóðlegra kappleikja innanhúss. Gert er ráð fyrir að
 • Stærð verði allt að 19.000 fermetrar með 8.600 manns í sæti og allt að 12.000 manns á viðburðum.
 • Aðkoma og umhverfi uppfylli þarfir vegna stærri íþrótta- og menningarviðburða.
 • Góð tenging verði milli Þjóðarhallar og fyrirliggjandi mannvirkja með góðu flæði fyrir iðkendur, gesti og starfsfólk.
 • Þjóðarhöllin styrkir Laugardalinn sem miðstöð afreksíþrótta á Íslandi.
 • Þjóðarhöllin verði aðgengileg almenningi til að styrkja lýðheilsumarkmið með leiðum sem þróast í hönnunarferlinu í samstarfi við hagsmunaaðila.
 • Gott aðgengi skapi forsendur fyrir starfsemi veitingarekstrar sem gerir gestarými Þjóðarhallar að eftirsóttum viðkomustað og styrkir rekstur allra mannvirkjanna.
 • Notendur Þjóðarhallar verði nærliggjandi íþróttafélög, skólar, sérsambönd, almenningur og rekstraraðilar svo sem fyrir kennslu, æfingar, keppnir, viðburðahald og aðra stoðstarfsemi.
 • Hönnun á aðkomu og innra skipulagi uppfylli kröfur um algilda hönnun.
 • Hönnun og bygging Þjóðarhallar fylgi BREEAM ferli umhverfisvottunar og að stigaskor vottunar við hönnun og framkvæmd nái „excellent“.

Byggingareitur fyrir Þjóðarhöll og fyrir tengingar við núverandi mannvirki hefur verið skilgreindur fyrir samkeppnisútboðið og mun endanlegt deiliskipulag verða útfært í samræmi við endanlega niðurstöðu hönnunar í kjölfar samkeppni.

 • Laugardalshöll og Frjálsíþróttahöll að norðanverðu
 • Aðkomuleið niður í Laugardal frá Suðurlandsbraut austan mannvirkjanna þriggja að austanverðu
  • 200 mm vatnslögn liggur frá Suðurlandsbraut, ofan í Laugardal, austan megin við frjálsíþróttahöll. Lögnin liggur á jaðri byggingareitar.
 • Lögnum Veitna að sunnanverður sem eru:
  • 132 kV háspennustrengur norðan við og meðfram göngu og hjólaleið sem liggur samsíða Suðurlandsbraut.
  • ø 120 sm háhitalögn meðfram göngu og hjólaleið samsíða Suðurlandsbraut.
 • Athafnasvæði og bílastæðum ÍSÍ að vestanverðu

Forval

Þjóðarhöll ehf auglýsir fyrir hönd Reykjavíkurborgar og ríkisins eftir umsækjendum vegna forvals fyrir samkeppnisútboð um hönnun og byggingu Þjóðarhallar í Laugardal.

Samkeppnisútboðið felur í sér að Þjóðarhöll ehf og sigurvegari í samkeppni halda áfram samstarfi um lokahönnun og gerð endanlegrar kostnaðaráætlunar eftir að samkeppni lýkur á grunni niðurstöðu hennar. Að loknu forvali, þegar verkkaupi hefur með formlegum hætti valið teymi til að taka þátt í samkeppni um hönnun og byggingu Þjóðarhallar, hefst samkeppnin. Áætluð niðurstaða forvals er í júní 2024.

Lok framkvæmda eru áætluð í árslok 2027.

Skráning umsækjenda ásamt beiðni um afhendingu forvalsgagna fer fram á vef Ríkiskaupa. Frá og með 8. Mars 2024. Fyrirmælum um skil gagna er nánar lýst í forvalsgögnum sem hlaða má niður frá útboðsvef Ríkiskaupa. Umsækjendur bera ábyrgð á að forvalsgögn berist á réttum tíma.

ÞÁTTAKA Í FORVALI

Umsókn um þátttöku í forvali vegna lokaðrar samstarfssamkeppni um hönnun og byggingu Þjóðarhallar

Fréttir

Þjóðarhöll - Jón Arnór

Kynning á forvali vegna Þjóðarhallar föstudaginn 8. mars

Auglýsing um forval á evrópska efnahagssvæðinu var lögð inn þriðjudaginn 5. Mars 2024

Scroll to Top